Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði var reist árið 1995 í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra. Megináhersla er lögð á lífið á stríðsárunum og áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina og sýningar safnsins snúast um að koma þeim til skila á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestum gefst kostur á að fara inn í bragga og bíósal, auk þess að skoða muni og fjölda mynda frá stríðsárunum.
"Þegar maður kemur út úr Íslenska stríðsárasafninu er maður aðeins meira meðvitaður um söguna, aðeins meira meðvitaður um þjáningu og dauða þess tíma sem er í sjálfu sér ekki fjarlægur en maður er líka aðeins meira meðvitaður um samstöðu fólks, upplifun og fórnir, samskipti, hetjuskap og venjulegt fólk sem lendir í þeim hryllingi sem stríð er."
- Sigurður Ingólfsson, rithöfundur.