Eftirfarandi hljóðskrár innihalda fróðleik og frásagnir frá stríðsárunum á Reyðarfirði. Viðtölin eru tekin upp á segulsbandstæki og gæðin því ekki fullkomin. Jón Knútur Ásmundsson hafði umsjón með frágangi viðtalanna fyrir vefinn.
"Það eru herskip að koma inn fjörðinn"
"Ég man hvað mér fannst þetta ógnvænleg sjón að sjá þessi dökku skip úti á firðinum," segir Helgi Seljan um komu breska hersins þann 1. júlí 1940. Þetta var spennuþrunginn dagur enda óttuðust margir að þarna væru Þjóðverjar á ferðinni. Smellið á fyrirsögnina til að hlusta. Viðtalið var tekið annað hvort árið 1994 -1995 þegar verið var að stofna hið Íslenska stríðsárasafn.